Áhrif heimspeki á sálfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Áhrif heimspeki á sálfræði eru margvísleg og raunar má segja að sálfræðin hafi þegið viðfangsefni sitt í arf frá heimspekinni.

Heimspekin, sem slík, er miklu eldri grein en sálfræðin, sem er ekki nema rétt rúmlega hundrað ára gömul en heimspekingar hafa verið að störfum í meira en 2500 ár. Því fram á 19. öld töldu margir að ekki væri hægt að rannsaka hugann með hinni vísindalegu aðferð en á hinn bóginn hafa heimspekingar ætíð fengist við sálina mannshugann og skyld viðfangsefni líka. Forngríski heimspekingurinn Aristóteles, sem var uppi (384-322 f.Kr.), setti fram ýmsar kenningar, t.d. um eðli sálarinnar, minni og skynjun, og eru margar af kenningum hans í fullu gildi enn þann dag í dag. Til forna settu margir heimspekingar fram kenningar sem kynnu að vera flokkaðar sem sálfræðilegar kenningar í dag eða á mörkum sálfræði og heimspeki. Þó höfðu þessir fornu spekingar ekki mikil áhrif á nútímasálfræði en heimspekingar seinni tíma höfðu umtalsverð áhrif.

Þar fer fremstur í flokki franski heimspekingurinn René Descartes (1596-1650). Hann gerði skýran greinarmun á sál og líkama og gekk út frá því að líkamsstarfsemi mætti skýra með vélrænum lögmálum. Hann færði einnig rök fyrir því að sálin væri af allt öðru tagi en efnisheimurinn. Hún laut engum vélrænum lögmálum, hana þurfti að kanna með sjálfsskoðun og íhugun. Hann taldi einnig að dýr væru algjörlega sálarlaus og mætti þá útskýra tilveru þeirra einungis út frá vélrænum lögmálum. Descartes reyndi einnig að staðsetja sálina í manninum, hann komst að þeirri niðurstöðu að hún væri í heilakönglinum enda væri hann svolítið sér á báti í heilanum - enginn vissi hvaða tilgangi hann gegndi og hann er eina heilalíffærið sem er ekki til í tvöföldu upplagi. Þar vildi Descatres meina að heimili sálarinnar væri. Hugmyndir hans lifa góðu lífi innan sálfræðinnar í dag.

Bresku heimspekingarnir John Locke (1632-1704) og John Stuart Mill (1806-1873) notuðu kenningar Aristótelesar til að rekja mannlega þekkingu og töldu hana vera samspil skynjunar og hugtengsla. Þeim fannst einnig að meðvitundin ætti að vera aðalviðfangsefni sálfræðinnar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]