Áhættusækni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áhættusækni er það þegar fjárfestar eða fyrirtæki (aðallega bankar) setja fjármagn sitt í áhættusamar fjárfestingar eða lán sem geta brugðið til beggja vona, annaðhvort haft mikla tekjumöguleika í för með sér eða mikið tap. Andstæða áhættusækni er áhættufælni.[heimild vantar]

Áhættusækni íslensku bankanna frá því þeir voru einkavæddir er sagður vera einn þátturinn í íslenska bankahruninu árið 2008. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði árið 2003 að áhættusækni fjárfestingarbankanna vera rök fyrir aðskilnaði viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, sagði aftur á móti mikilvægt að viðskiptaumhverfið á Íslandi væri svipað og í viðskiptalöndunum. [1]

Pistlahöfundur á tímaritinu Vísbending setti strax spurningamerki við áhættusækni íslenskra fyrirtækja í þáverandi viðskiptaumhverfi, árið 1999.

Jafnvel mætti skammast yftr áhættusækni íslendinga sem vilja aldrei ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur vaða Út i óvissuna með „dauðinn eða heimsyfirráð" stimplað á ennið. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Mýmörg dæmi um hagsmunaárekstra; grein í Fréttablaðinu 2003
  2. Vitur eftir á; grein í Vísbendingunni 1999
  Þessi viðskiptafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.