1906
Útlit
(Endurbeint frá Ágúst 1906)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1906 (MCMVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 26. janúar - Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað í Reykjavík.
- Janúar - Kosið í fyrsta sinn í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík með hlutbundnum og leynilegum kosningum eftir að bæjarstjórnarlögum hafði verið breytt.
- 17. febrúar - Fyrsta fréttamyndin í íslensku blaði birtist í Ísafold. Það var teikning af Friðriki 8. Danakonungi að flytja ávarp.
- 7. apríl - Í aftakaveðri fórust þrjú skip á Faxaflóa: Ingvar með 20 manna áhöfn hjá Viðey og Emilie og "Sophia Wheatly" hvor með 24 mönnum vestur undir Mýrum. Öll skipin voru frá Reykjavík.
- 23. ágúst - Lokið var við að leggja sæstreng milli Seyðisfjarðar og Færeyja þann og það barst fyrsta símskeytið til Íslands
- 23. september - Hornsteinn var lagður að húsi landsbókasafnsins á Arnarhólstúni (nú Þjóðmenningarhússins).
- 29. september - Lagningu landssíma milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar lokið og Landsími Íslands tók til starfa. Fyrsta símskeytið var sent til konungs frá Hannesi Hafstein ráðherra.
- 2. október - Fyrsta íslenska dagblaðið kom út í Reykjavík. Það hét Dagblaðið og kom út daglega í þrjá mánuði.
- 18. október - Stórbruni á Akureyri. Sjö hús brunnu og um 80 manns misstu heimili sín.
- 3. nóvember - Reglulegar kvikmyndasýningar hófust í Reykjavík. Bíó-Petersen var sýningastjóri.
- 12. nóvember - Blaðamannaávarpið, sameiginleg yfirlýsing ritstjóra sex helstu blaða sem út komu á Íslandi um þær mundir, var prentað í öllum blöðunum.
- Nóvember - Taugaveikifaraldur braust út í Skuggahverfinu í Reykjavík. [1]
- Sambandskaupfélag Þingeyinga varð að Sambandi íslenskra samvinnufélaga.
- Guðmundur Björnsson varð landlæknir.
- Búnaðarfélagshúsið var reist við Lækjargötu.
Fædd
- 22. apríl - Snorri Hjartarson, ljóðskáld (d. 1986).
- 26. apríl - Regína Þórðardóttir, leikkona (d. 1974).
- 30. apríl - Þorvaldur Skúlason, listmálari (d. 1984).
- 6. júní - Loftur Guðmundsson, þýðandi (d. 1978).
- 8. nóvember - Karl Ísfeld, blaðamaður, rithöfundur og þýðandi (d. 1960).
- 24. september - Finnbogi Rútur Valdimarsson, ritstjóri, stjórnmálamaður og bankastjóri (d. 1989).
- 13. nóvember - Eysteinn Jónsson, alþingismaður og ráðherra (d. 1993).
- 16. nóvember - Einar Sveinsson, arkitekt (d. 1973).
Dáin
- 20. maí - Jóhann Gunnar Sigurðsson, skáld (f. 1882).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 29. janúar - Friðrik 8. varð konungur Danmerkur.
- 31. janúar - Jarðskjálfti reið yfir strönd Ekvador og Kólumbíu. Flóðbylgja fylgdi í kjölfarið og að minnsta kosti 500 manns fórust.
- 10. mars - Sprenging varð í kolanámu í Courrières í Frakklandi. 1099 manns fórust og er það versta námuslys sem orðið hefur í Evrópu og hið næstmannskæðasta í heiminum.
- 18. apríl - Jarðskjálfti í San Francisco, 7,8 stig á Richter. Að minnsta kosti 3000 fórust og hundruð þúsunda urðu heimilislausir.
- 22. apríl - 4. maí - Ólympíuleikar haldnir í Aþenu í tilefni af tíu ára afmæli endurreisnar Ólympíuleikanna.
- 12. júlí - Endalok Dreyfus-málsins í Frakklandi, Alfred Dreyfus fékk uppreisn æru áratug eftir að hann var dæmdur fyrir landráð.
- 16. ágúst - Jarðskjálfti í Síle, 8,2 á Richter. Að minnsta kostu 20.000 manns fórust.
Fædd
- 7. febrúar - Pu-Yi, síðasti keisari Kína (d. 1967).
- 9. mars - Plácido Galindo, perúskur knattspyrnumaður (d. 1988).
- 19. mars - Adolf Eichmann, þýskur nasistaleiðtogi (d. 1962).
- 6. apríl - Alberto Zorrilla, argentínskur sundkappi (d. 1986).
- 13. apríl - Samuel Beckett, leikritahöfundur, skáldsagnahöfundur og ljóðskáld (d. 1989).
- 14. maí - Hastings Banda, fyrsti forseti Malaví (d. 1997).
- 7. ágúst - Nelson Goodman, bandarískur heimspekingur (d. 1998).
- 28. ágúst - John Betjeman, enskt skáld (d. 1983).
- 4. september - Max Delbrück, þýskur og bandarískur sameindaerfðafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1981).
- 25. september - Dímítríj Sjostakovítsj, rússneskt tónskáld (d. 1975).
- 18. nóvember - Klaus Mann, þýskur rithöfundur (d. 1949).
- 19. desember - Leoníd Bresnjev, rússneskur stjórnmálamaður (d. 1982).
Dáin
- 29. janúar - Kristján 9., Danakonungur (f. 1818).
- 13. mars - Susan B. Anthony, bandarísk kvenréttindakona (f. 1820).
- 6. apríl - Alexander Kielland, norskur rithöfundur (f. 1849).
- 19. apríl - Pierre Curie, franskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1859).
- 23. maí - Henrik Ibsen, norskt leikskáld (f. 1828).
- 22. október - Paul Cézanne, franskur listmálari (f. 1839).
- Eðlisfræði - Sir Joseph John Thomson
- Efnafræði - Henri Moissan
- Læknisfræði - Camillo Golgi, Santiago Ramón y Cajal
- Bókmenntir - Giosuè Carducci
- Friðarverðlaun - Theodore Roosevelt
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Taugaveiki á Íslandi Lemúrinn