Áfangakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áfangakerfi á við skipulag framhaldsskóla þar sem nemendum er ekki skipað í bekki heldur sitja þeir áfanga í hverri námsgrein á hverri önn. Hverjum áfanga er lokið með prófi í lok annar en það veitir síðan nemanda venjulega heimild til þess að sitja næsta áfanga í sömu námsgrein á næstu önn. Hver áfangi veitir ákveðinn fjölda eininga, 2-3, eftir fjölda tíma í viku. Ef nemandi fellur á prófi, eða á annan hátt uppfyllir ekki skilyrði fyrir að hafa náð áfanganum, þarf hann að endurtaka prófið eða áfangann í heild sinni.

Menntamálaráðuneytið setur reglur um fjölda þeirra eininga sem þarf að ljúka til þess að geta talist hafa lokið stúdentsprófi í ákveðinni námsgrein og/eða í heild.

Áfangakerfi veitir nemendum aukið frelsi í námsvali þar sem þeir geta innan ákveðinna marka valið sér áfanga á önn og þannig t.d. tekið fleiri námsgreinar en skylt er og þannig flýtt fyrir sér í námi, eða tekið áfanga utan sinnar valinnar námsbrautar og þannig fengið aukna fjölbreytni í námið. Algengt er að nemendur í áfangakerfi ljúki stúdentsprófi á þremur árum eða af tveimur námsbrautum.

Á meðal skóla sem starfa með áfangakerfi á Íslandi í dag nefna Menntaskólann við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Borgarholtsskóla