Á Saltkráku
Á Saltkráku (Vi på Saltkråkan á frummálinu) er barnabók frá 1964 eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Bókin fjallar um rithöfundinn og ekkjumanninn Melker Melkersson sem býr með fjórum börnum sínum, Jóhanni 13 ára, Nikka 12 ára, Palla 7 ára og Malín 19 ára í Stokkhólmi. Í sumarfríinu sigla þau til eyjarinnar Saltkráku, þar sem þau dveljast í gamla smiðshúsinu þar sem rignir gegnum þakið. Þau verða brátt vinir fólksins sem býr á eyjunni: Grankvist fjölskyldunnar, sem samanstendur af Nisse og Mörtu og þremur börnum þeirra: Teddý 13 ára, Freddý 12 ára, Skottu, 6 ára og bernhardiner hundinum Bátsmanni.
Á eyjunni búa einnig Sigurður gamli, sem býr í litlu rauðu húsi með Stínu litlu, bændunum Jansson og Vesterman og kennararnum Birni sem verður ástfanginn af Malín. Melker, Jóhann, Nikki og Palli eru hræddir um að Malín giftist og flytji burt og þess vegna hæðast þeir að hverjum þeim sem sýnir þess merki að vera skotinn í Malín, en mest þó að hinum heimska og montna Krister. Stína og Skotta eru sammála um að Malín ætti að giftast prinsi, þess vegna kyssa þær frosk, og pæng! Allt í einu birtist ungur og myndarlegur vísindamaður Pétur Malm að nafni og þau Malín verða ástfangin.
Skotta fær lítinn kóp að gjöf frá Árna Vesterman, og nefnir hann Móses. En Árna vantar peninga og þegar hann fréttir að Pétur Malm sýnir áhuga á að kaupa kópinn af Skottu reynir hann að taka kópinn aftur til sín. Krakkarnir ákveða því að fela Móses fyrir honum.
Seinna verður mikil sorg á Saltkráku þegar Jokki, litla kanínan hans Palla, er bitinn til bana og lambið hennar Stínu særist. Hundurinn Bátsmaður er grunaður um verknaðinn, þannig að Nisse hyggst fara með hann út í skóg og skjóta hann. Á síðustu stundu kemur í ljós að ekki var við hundinn að sakast heldur stóran ref sem hundurinn hafði reynt að hræða burt. Maður að nafni Karlsberg ætlar að kaupa Smiðshúsið með stelpunni sinni Lottu, og þegar Melker er viss um að Karlsberg geti keypt Smiðshúsið af eigandanum Önnu Sjöblom, kemur í ljós að Palli og Skotta höfðu keypt Smiðshúsið fyrir eina krónu.
Aðalpersónur
[breyta | breyta frumkóða]Aðalpersónur eru Melker Melkersson, rithöfundur. Malín Melkersson, 19 ára, Jóhann Melkersson, Nikki Melkersson, 12 ára, Páll Melkersson, 7 ára og Grankvist fjölskyldan.