Álfrún Gunnlaugsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Álfrún Gunnlaugsdóttir (18. mars 1938 - 15. september 2021) var íslenskur rithöfundur og prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Þekktustu verk hennar voru skáldsögurnar Hringsól og Yfir Ebrófljótið.

Álfrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði svo nám á Spáni. Hún lauk Lic. En fil. Y en letras frá Universidad de Barcelona árið 1965 og vann að doktorsritgerð við Háskólann í Lausanne í Sviss á árunum 1966 til 1970 en lauk svo doktorsprófi frá Universidad Autónoma de Barcelona árið 1970. Hún var lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands frá 1971 til 1977, dósent í almennri bókmenntafræði frá 1977 til 1987 og var skipuð prófessor í bókmenntafræði árið 1988 og sinnti því starfi til ársins 2006 er hún fór á eftirlaun. Álfrún var önnur konan í sögu Háskóla Íslands sem skipuð var prófessor við skólann.

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Álfrún sendi frá sér átta skáldverk og voru verk hennar þýdd á fjölmörg erlend tungumál. Þrjú verka hennar voru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og tvö til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Álfrún hlaut Bókmenntaverðlaun DV árið 1985 fyrir skáldsöguna Þel og Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin árið 2008 fyrir skáldsöguna Rán. Árið 2010 var Álfrún gerð að heiðursdoktor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og árið 2018 var hún sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta.[1]

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

  • 1982 - Af manna völdum: Tilbrigði um stef
  • 1984 - Þel
  • 1987 - Hringsól
  • 1993 - Hvatt að rúnum
  • 2001 - Yfir Ebrofljótið
  • 2008 - Rán
  • 2012 - Siglingin um síkin
  • 2016 - Fórnarleikar

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ruv.is, „Andlát: Álfrún Gunnlaugsdóttir“ (skoðað 4. október 2021)