Fara í innihald

Sjónhimna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjónhimna (einnig nefnd sjóna og nethimna sem er bein þýðing á ensk-latneska heitinu sbr. nútíma-ítalska -rete, net) er ljósnæm himna í innanverðu auga, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila.

Af röskunum sem hent geta sjónhimnuna má nefna sjónhimnuskemmdir (af völdum sykursýki) og sjónhimnulos.