Alheimurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Heimur)
Universum — Listaverk frá 19. öld

Alheimurinn er hugtak sem getur haft mismunandi merkingar, en yfirleitt er átt við umhverfi mannsins í víðum skilningi, sem felur í sér allt efni og rúm. Í trúarlegum skilningi er alheimurinn einnig bústaður guða og annarra vera. Stjörnufræðingar nota orðið oft um þann hluta geimsins, sem að mögulegt að rannsaka en í íslensku hefur einnig tíðkast að kalla jörðina og allt sem henni tilheyrir alheim. Alheimurinn er viðfangsefni heimsfræðinnar, sem reynir með vísindalegum aðferðum að geta sér til um uppruna hans, uppbyggingu, eðli og endalok.

Samkvæmt heimsfræðinni er hægt að rekja upphaf alheimsins til sérstæðu sem kölluð er „miklihvellur“ sem jafnframt er heitið á ríkjandi kenningu um upphaf alheimsins, en talið er að þá hafi tími og rúm orðið til og því hægt að tala um upphaf. Þetta þykir sennilegasta kenningin þar sem hún felur að kenningum Einsteins um afstæði og lögmáli Hubbles, en samkvæmt því er rauðvik fjarlægra vetrarbrauta staðfesting á að alheimurinn sé að þenjast út. Alheimurinn er oftast sagður vera um 13,7 milljarða ára gamall með skekkju upp á 1%. Þá er hinsvegar ekki ljóst hvort gögnin eða líkanið, sem var notað séu nógu nákvæm eða rétt. Gróflega má áætla að þessi tala sé um 10-20 milljarða ára gamall. Um þróun og endalok alheimsins eru svo ýmsar kenningar til, þar má nefna tilgátuna um heljarhrun.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu