Zhang Liao

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Zhang Liao úr bók frá 17.öld

Zhang Liao (169-222) var herforingi undir Cao Cao, stofnanda Wei, á tímabili Austur Han Keisaradæmisins og hinna svo nefndu þriggja konungsríkja í Kína til forna. Hann tók þátt í mörgum herferðum, þar með taldar þær sem farnar voru gegn afkomendum Yuan Shaos og Wuhuan ættbálkanna. En hann var mest þekktur fyrir sigur sinn í bardaganum við Xiaoyao jin (Auðvelda vað) árið 208, þar sem hann varði borgina Hefei gegn her Sun Quans.

Fyrri ár[breyta | breyta frumkóða]

Sem heimamaður í Mayi, var Zhang Liao upprunalega skírður Nie. Hann starfaði sem héraðsstjórnar fulltrúi/embættismaður á sínum yngri árum. Er lok Han veldisins nálgaðist, heillaðist Ding Yuan, landstjóri Bingzhou, af hernaðarlist Zhang Liaos og skráði hans sem nýliða.

Árið 189 leiddu Ding Yuan og trúr aðstoðarmaður hans, Lu Bu, hermenn sína inn í Luoyang til að aðstoða He Jin við að eyða hinni valdamiklu „geldinga“ þjóð. Hins vegar var He Jin fljótlega myrtur af „geldingunum“ og höfuðborgin féll í ringulreið. Dong Zhuo, smákóngur frá Liangzhou, þráði völd og ætlaði að setja „brúðukeisara“ á keisarastólinn.

Þessi áætlun fór ekki vel í marga í höfuðborginni, þar með talinn Ding Yuan. Hins vegar var Lu Bu fenginn til að svíkja og drepa Ding Yuan. Smákóngarnir stofnuðu fljótlega bandalag gegn Dong Zhuo, sem var neyddur til að flytja höfuðborgina vestur til Chang’an. Þar sveik Lu Bu í annað sinn meistara sinn og drap Dong Zhuo. Hann var síðan yfirbugaður af fyrrverandi herforingjum Dong Zhuos, þeim Li Jue og Guo Si. Lu Bu flúði þá til Xuzhou ásamt Zhang Liao.

Árið 198 var Lu Bu sigraður af Cao Cao í Xiapi. Zhang Liao gekk þá í lið Cao Caos, þar sem hernaðarlegir hæfileikar hans urðu loksins þekktir. Hann tók þátt í mörgum herferðum, þar með talinn bardaginn við Guandu og herferðin norður gegn Yuan Shang, Yuan Tan og Wuhuan ættbálkunum.

Bardaginn við Auðvelda vað (Xiaoyao jin - 逍遥津).[breyta | breyta frumkóða]

Eftir ósigur Cao Caos við Rauðu kletta (Chì Bì - 赤壁之戰) árið 208, setti hann Zhang Liao, Yue Jin og Li Dian í Hefei ásamt 7000 mönnum til að verjast gegn framsókn suðræna smákóngsins Sun Quan. Fljótlega leiddi Sun Quan mikið stærri her til Hefei. Samkvæmt leiðbeiningum Cao Caos, tóku Zhang Liao og Li Dian 800 hermenn til að hindra óvininn við Leisure Ford.

Þegar dagaði lagði hópurinn af stað með Zhang Liao fremst í fylkingunni. Herforinginn þeysti inn í raðir óvinanna og einn síns liðs drap hann marga af hermönnum óvinarins. Um leið og hann kunngerði nafn sitt, þaut hann beint í átt að Sun Quan sem hafði skjól uppá hæð. Þegar hann sá að Zhang Liao hafði mikið færri menn en hann sjálfur, skipaði hann mönnum sínum að umkringja óvininn.

Leiðandi hóp af mönnum, braust Zhang Liao fljótlega út úr hringnum. Þeir sem enn voru umkringdir kölluðu þá til hans: „Herforingi, ætlar þú að yfirgefa okkur?“ Þá sneri Zhang Liao við og reið aftur inn í hringinn og frelsaði restina. Sun Quan kallaði aftur menn sína og hörfaði um tíma.

Þegar Zhang Liao sneri aftur hafði hann umsjón með styrkingu varnanna. Eftir tveggja vikna umsátur gat Sun Quan ekki tekið Hefei og varð að snúa heim. Zhang Liao leiddi þá hermenn sína á eftir þeim. Nokkrum sinnum komust þeir nálægt því að ná Sun Quan. Cao Cao var mjög ánægður og veitti Zhang Liao titillinn „Herforingi sem sigrar austrið“.

Seinni ár[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Cao Pi tók við af Cao Cao árið 220, var Zhang Liao hækkaður í „Herforingi fremstu víglínunnar“ og var aftur sendur til Hefei til að verjast gegn árásum Wu konungríkisins. Árið 221 ferðaðist Zhang Liao til Xuchang vegna áheyrnar við Cao Pi, sem líkti herforingjann við Shao Hu. Hins vegar veiktist Zhang Liao fljótlega eftir það og dó árið eftir í Jiangdu. Eftir dauða hans var honum gefinn heiðurstitillinn „Míng Lang Jūn “, sem þýddi „Ákveðni markgreifinn“.

Sonur Zhang Liaos, Zhang Hu, þjónaði einnig konungsríkinu Wei sem aðstoðarforingi.