World Beer Cup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

World Beer Cup er alþjóðleg bjórkeppni þar sem veitt eru ein gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bjór í yfir 80 flokkum. Keppnin var fyrst haldin árið 1996. Verðlaunin voru stofnuð af Association of Brewers, bandarískum samtökum lítilla og meðalstórra bjórframleiðenda.

Fjórir íslenskir bjórar frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson hafa unnið til verðlauna í þessari keppni: Egils Lite (gullverðlaun 2006 í flokknum „American-Style Low-Carbohydrate Light Lager“), Egils Gull (silfurverðlaun 2008 í flokknum „International-Style Lager“), Egils Polar (bronsverðlaun 2010 í flokknum „International-Style Lager“) og Bríó (gullverðlaun 2012 í flokknum „German-Style Pilsener“).