Wikipediaspjall:Wikimedia Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Kröfur Wikimedia[breyta]

Sýnist að kröfulisti Wikimedia til nýrra deilda sé eitthvað sem við myndum standa undir, þeir tala um critical mass og skilgreina hann sem Ten to twenty active participants is more like it.. Mér sýnist því að við stöndumst þetta. --Stalfur 11:03, 29 ágúst 2007 (UTC)

Þetta er nokkuð ókannað svæði hvað okkur varðar. Miðað við þau félög sem nú eru starfandi og þau félög sem er verið að tala um að stofna þá yrðum við langminnst. Á móti kemur að blessaða höfðatalan kemur til bjargar, félag með 10 virkum notendum í 300.000 manna samfélagi getur haft miklu meiri áhrif heldur en 10 manna félag í 60 milljón manna samfélagi. Ég hef trú á að tekið verði tillit til stærðarinnar og að hún virki jafnvel frekar okkur í hag en hitt. --Bjarki 11:26, 29 ágúst 2007 (UTC)
Eigum við ekki bara að skella nöfnum okkar sem hafa áhuga á þessu einhverstaðar? --Stefán Örvarr Sigmundsson 15:23, 29 ágúst 2007 (UTC)
Jú, ég set mitt nafn bara þarna inn. Spyr hvorki hund né kött. Ég tala nú bara af reinslu, að í svona félögum þá standa íslendingar sig oft mun betur. Líklega vegna þess hve fáir þeir eru. --Steinninn 15:31, 29 ágúst 2007 (UTC)
Ég sá aldei þennan lista þarna... þurfti að skanna síðuna 3 sinnum. Kannski vit í að hafa þetta feitletrað eða eitthvað. --Stefán Örvarr Sigmundsson 15:40, 29 ágúst 2007 (UTC)
Kannski líka að við bætum notendanöfnum okkar við, ég þekki ekki marga þarna án notandanafns? --Stefán Örvarr Sigmundsson 31. ágúst 2007 kl. 12:39 (UTC)
Notendanöfnin eiga ekki við þarna, þau hafa ekkert lagalegt gildi þarna. Möppudýrasíðan er með fullum nöfnum yfirleitt. --Stalfur 31. ágúst 2007 kl. 12:42 (UTC)
Svo er notandanafn á Wikimedia-verkefni ekki skilyrði fyrir því að ganga í félagið, það getur vel verið að einhverjir hafi áhuga á markmiðunum án þess að vera virkir notendur hérna. --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 13:09 (UTC)
Þurfa menn ekki að vera búsettir á Íslandi til að vera með? --Stefán Örvarr Sigmundsson 31. ágúst 2007 kl. 13:40 (UTC)
Það er nú ekki mikið sem að þeir sem búa utanlands geta gert. --Stefán Örvarr Sigmundsson 31. ágúst 2007 kl. 13:42 (UTC)
Nei, þess er ekki krafist. Tæknin sér um að sameina meðlimina. — Jóna Þórunn 31. ágúst 2007 kl. 13:58 (UTC)
Er það rétt hjá mér að álykta að félagar þurfi að geta talað íslensku? --Stefán Örvarr Sigmundsson 31. ágúst 2007 kl. 14:07 (UTC)
Ekkert endilega. — Jóna Þórunn 31. ágúst 2007 kl. 14:13 (UTC)
Við gætum sett skilyrði um búsetu eða tungumálakunnáttu en ég sé svo sem enga ástæðu til þess. Hins vegar þurfa menn að geta mætt á aðalfund til að geta tekið þátt í kosningum í stjórn eða um einstök mál. Við getum líka takmarkað atkvæðisrétt við þá sem hafa greitt félagsgjald fyrir árið. Einnig þekkist að atkvæðisréttur takmarkist við þá sem hafa verið í félaginu í ákveðinn tíma. Ég sé að Norðmennirnir krefjast þriggja mánaða veru á norsku eða samísku Wikimedia-verkefni, 400 breytinga og greiðslu á félagsgjöldum til að fá atkvæðisrétt á aðalfundi. Mér finnast það nokkuð miklar kröfur og væri gaman að vita hvaða rök þeir hafa séð fyrir þessu. Haukur 31. ágúst 2007 kl. 14:21 (UTC)
Já það finnst mér líka spes, gengur dálítið gegn þessu. --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 15:40 (UTC)

Árgjald[breyta]

Eigum við ekki bara að hafa það lágt? Þúsund krónur? Þessi "og skal það innheimt" klausa getur til dæmis endað á "á aðalfundi" eða "með gíróseðli" eða "að hausti" eða "fyrir aðalfund". Kannski getum við líka bara sleppt því að tiltaka það. Haukur 12:00, 29 ágúst 2007 (UTC)

Þúsundkall er fínt, það er ferð í bíó. --85.220.36.41 31. ágúst 2007 kl. 15:19 (UTC)

Varnarþing[breyta]

Í Reykjavík? Eða eruð þið fleiri þarna fyrir norðan? Haukur 12:04, 29 ágúst 2007 (UTC)

Þorskafjarðarþing? :) --Akigka 12:09, 29 ágúst 2007 (UTC)
Það er líka hægt að segja „Heimili félagsins og varnarþing er heimili formanns“ eins og ég hef séð í allavega einni svona félagasamþykkt. --Bjarki 17:18, 29 ágúst 2007 (UTC)
Ekki vitlaust en er það samt ekki illframkvæmanlegt? — Jóna Þórunn 29. ágúst 2007 kl. 20:39 (UTC)
Eins og Bjarki segir þá er þetta í sumum félagalögum svo að sjálfsagt gúdderar RSK það. Ef félagið mundi síðan e-n tíma leigja sér aðstöðu einhvers staðar væri sjálfsagt að breyta lögunum. Haukur 29. ágúst 2007 kl. 21:10 (UTC)

Fundur[breyta]

Spurning um að halda fund um þetta. Finnst svo óþægilegt að gera þetta hver í sínu horni. Þá er hægt að hafa betri yfirsín yfir hver á að gera hvað. --Steinninn 29. ágúst 2007 kl. 19:58 (UTC)

Jú, við skulum halda undirbúningsfund. Ég held samt að það sé ágætt að vinna aðeins meira í þessu hér fyrst. Haukur 31. ágúst 2007 kl. 12:20 (UTC)
Það liggur ekkert á að gera þetta. Við skulum bara ræða þetta gaumgæfilega hér fyrst, skrifa almennilega félagslög o.s.frv. Skipuleggja þetta alveg í þaula og gefa okkur tíma. Það liggur ekkert á :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 31. ágúst 2007 kl. 15:28 (UTC)
Ég held að tímaramminn sem við erum að tala um hérna mælist frekar í mánuðum en dögum eða vikum. Samþykktin verður að vera alveg klár, það verður að vera búið að þýða hana á ensku og Chapters Committee hjá stofnuninni verður að vera búin að leggja blessun sína yfir hana. Í framhaldi af því höldum við stofnfund, kjósum stjórn og leggjum samþykktina og umsókn inn hjá fyrirtækjaskránni um formlega skráningu félagsins. Nóvember/desember er kannski ágætis viðmiðunartími fyrir stofnfund á þessu stigi. Það er auðvitað hægt að hittast fyrr á óformlegum undirbúningsfundi, eða mæla okkur bara mót á irkinu. --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 15:54 (UTC)
Þetta er ágætisáætlun. Ætli við tökum okkur ekki september í að klára samþykktina, svo getum við þýtt hana í október og sent hana til WMF kannski 15. október. Þegar við fáum samþykki frá WMF boðum við síðan til stofnfundar með góðum fyrirvara. Sennilega væri þó skynsamlegt að hafa eitthvert samband við WMF áður, svona til að tryggja að þeir séu yfirleitt tilbúnir að samþykkja íslensk dóttursamtök og að við séum ekki í blindgötu. Við ættum annars að auglýsa þessa umræðu í pottunum hjá systurverkefnunum og svo setja upp 'sitenotice' auglýsingar á einhverju stigi málsins. Haukur 31. ágúst 2007 kl. 16:17 (UTC)
Alls ekki vitlaust að láta vita að við erum að vinna í þessu. Norðmennirnir eru í vandræðum núna því samþykktin er eitthvað vitlaust þýdd. notafish sagði á Wikimania að það þyrfti að skoða þetta gaumgæfilega. Annars mæli ég með að við fáum okkur góðan fundarstjóra þegar að aðalfundinum kemur; gjarnan einhvern með reynslu úr pólitík eða amk. félagsstarfsemi. meta:Talk:Wikimedia Norge/Bylaws. — Jóna Þórunn 31. ágúst 2007 kl. 16:23 (UTC)
Takk fyrir þennan hlekk! Mjög gagnlegt að skoða athugasemdirnar sem notafish gerir við norsku lögin. Hún virðist vilja að samtökin séu sjálfstæðari gagnvart WMF en uppkastið okkar gerir ráð fyrir eins og er. Haukur 31. ágúst 2007 kl. 16:47 (UTC)
Jamm, það þarf að vera skýrt að félagið er ekki útibú eða framlenging á Wikimedia Foundation heldur sjálfstætt félag með markmið sem samræmast markmiðum Wikimedia eins og þau eru í dag (en ekki vera negld föst við markmið Wikimedia ef ske kynni að þeir hættu þessu og færu að selja sushi). --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 16:49 (UTC)
Af þessu tilefni vakti ég upp póstlistann okkar sem var annars sofnaður svefninum langa. Það er slatti af fólki áskrifendur þar sem hefur ekki komið nálægt þessu í langan tíma. --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 16:45 (UTC)

Lén[breyta]

Við þyrftum að ná okkur í lénið wikimedia.is, það er laust skv. isnic. Wikipedia.is er hinsvegar frátekið af Marinó Njálssyni (þekkir einhver manninn?) síðan í apríl 2007. --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 12:35 (UTC)

Okkur vantar aðalega wikimedia.is eða is.wikimedia.org. Líst betur á það fyrra, en ég held að það kosti lítið að láta það síðara tengja inn á þá fyrri. --Steinninn 31. ágúst 2007 kl. 12:55 (UTC)
Það er hins vegar engin spurning að fólk ruglar auðveldlega saman Wikipedia og Wikimedia. Haukur 31. ágúst 2007 kl. 13:04 (UTC)
Jamm, mig langar í Wikipedia.is líka. Spurning hvort að það ætti að vísa á wikimedia.is eða beint á íslensku Wikipediu. --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 13:07 (UTC)
Mér líst betur á að tengja það við is.wikipedia.org. Mér finnst frekar að við ættum að gera ráð fyrir að fólk þekki muninn (því sumir gera það) heldur en að halda að fólk geri það ekki (þótt margir geri það ekki). --Steinninn 31. ágúst 2007 kl. 13:11 (UTC)
Það ítir vonandi undir skilning fólks á muninum. Frekar en að valda en meiri miskilningi. --Steinninn 31. ágúst 2007 kl. 13:12 (UTC)
Ég hef ekki sterka skoðun á þessu. Við gætum þess vegna haft það sem "aðgreiningarsíðu" sem vísar á hvort tveggja. Haukur 31. ágúst 2007 kl. 13:34 (UTC)
Áhugaverður samanburður hér á "frægð" Wikipediu gagnvart Wikimedia og systurverkefnum. --Bjarki 31. ágúst 2007 kl. 13:18 (UTC)
Það væri líka sniðugt að hafa vefföng eins og Steinninn@wikimedia.is eða eitthvað. Þá gætum við líka haldið MSN-fundi eða eitthvað, á tilsettum tíma. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. september 2007 kl. 02:31 (UTC)
Allt kostar þetta peninga. Er ekki rétt að við notumst við eigin email þar til að boltinn fer almennilega að rúlla. --Steinninn 14. september 2007 kl. 01:58 (UTC)

Íslendingar[breyta]

Ég held að það sé rétt hjá mér að þetta félag snýst ekki um íslensku, heldur Ísland. Því ættu þeir sem hafa bara áhuga á að skrifa inn á zh.wikipedia en búa á Íslandi að vera velkomnir. Það er samt spurning hvort við ættum að setja eitthver mörk. Á fólk að hafa íslenska kennitölu? Held ekki. En hvað ef íslendingur býr úti (í námi?). Ég legg til að mörkin séu að fólk sjái fram á að vera allavega eitthvað á Íslandi, þótt strangt til tekið búi það ekki hér eins og stendur. --Steinninn 14. september 2007 kl. 02:03 (UTC)

Ég held að það sé best að það sé skilyrði að geta talað málið. Ég ætla alla vega ekki að tala ensku. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 02:08 (UTC)
Það er ekkert sjálfsagt að við gerum það. Kanada notar frönsku og ensku, en ég get þó verið sammála að við ættum að hafa þetta sem skilyrði. Hins vegar ættum við að bjóða „gesti“ velkomna. --Steinninn 14. september 2007 kl. 02:17 (UTC)
Enska og franska eru opinber tungumál í Kanada. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 02:20 (UTC)
Þessvegna tók ég það sem dæmi. Við erum ekki með neitt opinbert tungumál, allavega ekki í stjórnarskránni. --Steinninn 14. september 2007 kl. 02:38 (UTC)
Bíddu, ha? Snýst þetta um Ísland? Ég hélt þetta snerist um íslenska hluta wiki-verkefnisins. Félagið snýst varla um landið eða tungumálið sem slíkt. --Cessator 14. september 2007 kl. 03:15 (UTC)
Mig minnir að þetta sé bundið við landafræði já. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 03:17 (UTC)
Bæði og. Það segir hérna að þetta sé bundið við landafræði en útiloki ekki fólk frá öðrum stöðum. Mér finnst samt að við ættum að hafa íslensku sem eina mál samtakanna. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 03:20 (UTC)
Ég skil það sem segir á síðunni sem þú bendir á þannig að verið sé að segja nákvæmlega það sem ég er að segja hérna fyrir neðan. Félögin eru félög í ákveðnum löndum, sem halda á lofti markmiðum Wikimedia í þeim löndum. Það gæti t.d. verið eitt félag á Spáni og annað í Argentínu þótt það séu bæði spænskumælandi lönd; og það gæti líka verið eitt í Finnlandi þótt þar sé bæði töluð finnska og sænska. En félögin í þessum löndum snúast ekki um löndin heldur um Wiki-verkefnin (og kannski aðallega þá hluta þeirra sem eru á þeim málum sem eru töluð í þessum löndum, sem sagt um spænsku verkefnin bæði í argentsínska og spænska félaginu og bæði finnsku og sænsku verkefnin í finnska félaginu). --Cessator 14. september 2007 kl. 03:32 (UTC)
Félagið er á Íslandi en snýst ekki um Ísland, eins og Steinninn orðaði það. Ónákvæmni í orðavali á oft til að valda hugtakaruglingi hjá fólki. Markmið félagsins er ekki að fjalla um Ísland á neinn hátt, heldur að halda á lofti markmiðum Wikimedia á Íslandi, einkum er varðar wikiverkefnin sem eru á íslensku. En það er óþarfi að takmarka aðgang að félaginu við íslenska ríkisborgara eða fólk búsett á Íslandi, enda er það engan veginn í anda Wikiverkefnanna, sem eru alþjóðleg samvinnuverkefni, og líka ekki nauðsynlegt þegar fólk getur auðveldlega tekið þátt í ýmiss konar samstarfi þótt það búi erlendis, svo lengi sem það er nettengt. Ég legg til að það verði engar takmarkanir fyrir að félaginu. --Cessator 14. september 2007 kl. 03:27 (UTC)
En ég sé ekki mikil notagildi í manneskju sem talar ekki málið. Fyrir utan auka 1.000 árlega frá henni. Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 09:49 (UTC)
Mér finnst ekki skipta máli hvort einhver er á Íslandi, Íslendingur eða íslenskumælandi eða ekkert af þessu. Þetta er ekkert annað en Íslandsdeild þessara alþjóðlegu samtaka (svipað og Íslandsdeild Lions) og hefur því engar forsendur til þess að setja einhver sérstök skilyrði fyrir inngöngu önnur en þau sem Wikimedia Foundation setur. --Akigka 14. september 2007 kl. 10:02 (UTC)
Við metum auðvitað ekki fólk eftir notagildi. Fólk er „markmið í sjálfu sér“ — ég læt þér eftir að lesa rit um kantíska siðfræði til að skilja hvað átt er við. Crystal Clear app amor.png --Cessator 14. september 2007 kl. 16:30 (UTC)
Búsetu- eða tungumálaskilyrði þjóna engum tilgangi. Aðildarklausan í drögunum segir allt sem segja þarf. --Bjarki 14. september 2007 kl. 16:44 (UTC)

Tilgangur & markmið[breyta]

Mér finnst 4. greinin vera farin að blása óþarflega mikið út. Það er frábært að fólk komi með hugmyndir um hvað þetta félag gæti gert þegar það tekur til starfa en í raun er óþarfi að telja það upp í samþykktinni. Þar ætti frekar að vera almenn klausa sem er nógu opin til þess að gefa stjórninni svigrúm til að gera það sem félagsmenn vilja á hverjum tíma. Þær samþykktir sem ég hef skoðað fyrir Wikimedia-félög annarsstaðar þjást margar af því að vera alltof ítarlegar og alltof langar, þetta ættum við að forðast. Samþykktin á að vera stutt, hnitmiðuð og opin. --Bjarki 14. september 2007 kl. 16:58 (UTC)

Sammála, þetta á heima í fundargerðum en ekki í lögum og reglum félagsins. --Cessator 14. september 2007 kl. 17:39 (UTC)

3. gr[breyta]

Nú hljóðar 3. gr. svona (feitletrun frá mér):

Tilgangur félagsins er að framfylgja markmiðum Wikimedia Foundation á Íslandi. Þau markmið eru að gera fólki um allan heim kleift, og hvetja það til, að safna saman og þróa fræðsluefni sem fellur undir frjálst afnotaleyfi eða er ekki háð íþyngjandi skilyrðum höfundaréttar þannig að dreifing þess sé sem auðveldust og nái sem víðast.

Þar sem grunntilgangur Wikipedia og annara wikimedia verkefna er að búa til og halda við frjálsu efni finnst mér full ástæða til að skilgreina eða vísa í skilgreiningu á því hvað frjálst afnotaleyfi er nákvæmlega svo það fari ekki á milli mála.

Seinni feitletrunin á að ná yfir fair use efni (sem á aðeins við í Bandaríkjunum) býst ég við þarna gæti "íþyngjandi" verið túlkað á ýmsan hátt.

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 17. september 2007 kl. 23:10 (UTC)

Samvinna[breyta]

 • starfa náið með sams konar félögum á hinum Norðurlöndunum

Hvað þýðir þetta nákvæmlega? Hvers konar samstarf? Og afhverju [bara] við norðurlöndin? --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. september 2007 kl. 23:46 (UTC)

Jamm, það eru góðar spurningar. Ég sé enga sérstaka ástæðu til að hafa þetta í samþykktinni. Haukur 17. september 2007 kl. 22:43 (UTC)
Ætli maður fjarlægi þetta ekki nema einhver komi með skýringu á þessu, sem að allir geti fallist á. --Stefán Örvarr Sigmundsson 1. nóvember 2007 kl. 01:09 (UTC)

There are things like Nordisk kulturfond, where you can apply for funding for projects of Nordic cooperation. If we have chapters in Sweden, Norway and Iceland and want to arrange a Nordic wiki conference, we might be eligible for this funding. The next round of applications is in February 2008, which might be too soon. I'm on the board of m:Wikimedia Sverige. --LA2 16. nóvember 2007 kl. 01:25 (UTC)

Local Chapter status[breyta]

I am newly elected member of the ChapCom and in order to have a better feeling of the status of applicants to become Local Chapters we have divided up applicants among us and I got the task to be in contact with you in Island.

I would be glad if you could give us feedback of the status of your effort, and also if and in what time you think you could be ready to give in an applicaion? Also if you have questions of thoughts you would lika to discuss you are welcome to forward them to me.

Anders Wennersten Treasurer of Wikimedia Sverige m:User:Anders_Wennersten

Þessu þarf að svara, hvað vantar til að við getum kýlt þetta í gegn? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. mars 2008 kl. 17:26 (UTC)
Klára samþykktina þannig að sátt sé um og þýða hana svo á ensku. --Bjarki 7. mars 2008 kl. 22:05 (UTC)

Þátttakendur[breyta]

Nú höfum við Salvör áhuga á að endurvekja hugmyndir um stofnun Wikimedia-félags. Er ekki ágætt að fríska upp á þátttakendalistann? Mig grunar að sumir séu dottnir út. --Jabbi (spjall) 6. mars 2012 kl. 13:35 (UTC)

Ég er ennþá „on“ Bragi H (spjall) 26. nóvember 2012 kl. 09:53 (UTC)

Noridc Yearbook[breyta]

Does your Chapter have an postal adress where I can send snailmail with our nordic yearbook? Send it to jakob.hammarback@wikimedia.se http://meta.wikimedia.org/wiki/File:Working_with_the_Wikimedia_Chapters_in_Denmark,_Norway_and_Sweden.pdf

Eldri listi[breyta]

Ég færi hingað listann yfir áhugasama þátttakendur eins og hann lítur út í dag. Ég held eftir nöfnum þeirra sem ég veit fyrir víst að eru ennþá áhugasamir.--Bjarki (spjall) 18. janúar 2013 kl. 17:30 (UTC)

 • Bjarki Sigursveinsson
 • Bragi Halldórsson (Bragi H)
 • Eysteinn Guðni Guðnason
 • Friðrik Bragi Dýrfjörð
 • Geir Þórarinn Þórarinsson
 • Hannes Pétur Eggertsson
 • Haukur Þorgeirsson
 • Hrafn H. Malmquist --Jabbi (spjall) 6. mars 2012 kl. 13:36 (UTC)
 • Jóhannes Birgir Jensson
 • Jón Jósef Bjarnason
 • Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
 • Oddur Vilhelmsson
 • Smári P. McCarthy
 • Stefán Örvar Sigmundsson (S.Örvarr.S)
 • Svavar Kjarrval (18. júní 2012 kl. 13:19 (UTC))
 • Sölvi Karlsson
 • Salvör Gissurardóttir
 • Tómas A. Árnason
 • Tryggvi Björgvinsson
 • Ævar Arnfjörð Bjarmason

Samkeppni um merki[breyta]

Spurning hvort við viljum ýta úr vör samkeppni um formlegt merki samtakanna? --Jabbi (spjall) 19. júlí 2013 kl. 12:47 (UTC)

Eða í það minnsta hittast til að ræða um merkið. -Svavar Kjarrval (spjall) 19. júlí 2013 kl. 13:16 (UTC)