Wikipediaspjall:Það sem Wikipedia er ekki

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það væri heppilegra að titillinn á þessari grein væri á íslensku, til dæmis "Það sem Wikipedia er ekki" til samræmis við millifyrirsagnirnar, en tilvísunin sem er þar á sér sögu þannig að eitthvað velviljað möppudýr þarf að eyða henni til að hægt sé að framkvæma færsluna. Stefán 7. október 2007 kl. 05:27 (UTC)[svara]

Ertu að segja að þetta sé ekki rétt orðaröð eða eitthvað? Ég hef orðið fyrir svo miklum áhrifum frá ensku að persónulega á ég erfitt í dag að sjá hvort að orðalagið sé beinþýtt. Síðuna gerði Cessator, og ég á erfitt með að trúa að hana myndi falla í svona gryfju. --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. október 2007 kl. 06:22 (UTC)[svara]
Nei, ég fell sko í gryfjur ekki síður en aðrir og raunar oftar en sumir. --Cessator 7. október 2007 kl. 16:27 (UTC)[svara]
Ég er ekki með málfræðibók hérna þannig að ég veit ekki nöfnin á þessum fyrirbærum en alla vega, þá segir maður á ensku bæði "What is wrong with this sentence?" og "That is what is wrong with this sentence". Í þessum setningum gegnir orðið what tveimur hlutverkum. Á íslensku verður þetta "Hvað er að þessari setningu" og ??"Þetta er það sem er að þessari setningu". Ég leyfi mér að fullyrða að það myndi enginn fara að segja "Þetta er hvað er að þessari setningu". Að sama skapi er rétt að segja "Það sem Wikipedia er ekki", nú eða "Hvað er Wikipedia ekki?". Að lokum, mér finnst að ég hafi komist óþarflega hranalega að orði hér að ofan með því að segja "það væri heppilegra". Þetta var ekki illa meint, þó einhverjum gæti hafa fundist það. Stefán 7. október 2007 kl. 17:19 (UTC)[svara]
Eigum við þá ekki að setja efnið hérna á tilvísunina sem nú þegar er til "Það sem Wikipedia er ekki" og farga þessari? --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. október 2007 kl. 04:45 (UTC)[svara]