Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Selaætt
Pardusselur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Undirættbálkur: Hreifadýr (Pinnipedia)
Ætt: Phocidae
Gray, 1821
Ættkvíslir

Flokkunarfræðilegar upplýsingar birtast í sérstakri töflu sem á að fylgja greinum um lífverur á Wikipediu. Taflan inniheldur upplýsingar um vísindalega flokkun lífverunnar.

Töflunni er skipt í nokkra hluta:

  • Bakgrunnslitur á fyrirsögnum í töflunni er einkennandi fyrir ríkið: bleikur fyrir dýraríkið, grænn fyrir jurtaríkið, blár fyrir svepparíkið o.s.frv.
  • Efst er að finna algengasta heiti lífverunnar á íslensku
  • Síðan kemur gjarnan mynd sem sýnir lífveruna
  • Vísindaleg flokkun lífverunnar fylgir, sem hefst yfirleitt á ríki eða veldi og rekur sig svo gegnum nánari skilgreiningar.
  • Ef um tegund er að ræða kemur tvínefni tegundarinnar neðst
  • Hér á eftir getur birst kort sem sýnir dreifingu lífverunnar eða flokksins (mörg slík kort er að finna á Wikimedia Commons).
  • Ef um flokk er að ræða (ættkvísl eða ætt t.d.) kemur neðst listi yfir þá hluta sem tilheyra flokknum.

Venja er að nota íslensk heiti með samsvarandi latneskum heitum skáletruðum í sviga á eftir. Ef ekkert íslenskt heiti er til er latneska heitið notað eitt sér og birtist þá skáletrað án sviga.