Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Byrgið var íslenskt, kristilegt meðferðarheimili fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur, spilafíkla og fólk með ýmsar aðrar persónuleikaraskanir. Í mörgum tilvikum var um mjög veika einstaklinga að ræða og því var brugðið á það ráð að einangra þá til þess að auðvelda endurhæfingu þeirra. Byrgið stóð einnig fyrir forvarnarstarfsemi, og ráðgjöf til handa aðstandendum fíkla. Guðmundur Jónsson var forstöðumaður Byrgisins þar til í desember 2006 en þá vék hann sem forstöðumaður tímabundið í kjölfar þess að ásakanir bárust þess efnis að hann hefði misnotað vistmenn. Í framhaldinu var hann kærður af sex mismunandi einstaklingum. Byrginu var lokað í 15. janúar 2007. Ljóst þykir að starfsemin verður endanlega lögð niður.