Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2015

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Thor Jensen and Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir.

Thor Philip Axel Jensen (f. 3. desember 1863 í Danmörku, d. 12. september 1947) var danskur athafnamaður sem fluttist ungur til Íslands og varð þjóðþekktur fyrir umsvif sín á fyrri hluta 20. aldar. Útgerðarfélag hans Kveldúlfur hf. var það stærsta á Íslandi á millistríðsárunum. Synir hans urðu þjóðþekktir sömuleiðis, Ólafur Thors var forsætisráðherra Íslands og Thor Thors var fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Eiginkona Björgólfs Guðmundssonar, Þóra Hallgrímsson, er barnabarn Thors Jensens, rétt eins og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Thor er því langafi Guðmundar Andra Thorssonar, ritstjóra og rithöfundar og íslenska athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar.