Weymouth and Portland National Sailing Academy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Siglingamiðstöðin Weymouth and Portland National Sailing Academy

Weymouth and Portland National Sailing Academy er siglingamiðstöð á Isle of Portland í Dorset á Suður-Englandi. Miðstöðin er staðsett á norðurenda eyjarinnar en aðalsiglingasvæðin eru hafnarsvæðið í Portland-höfn og Weymouth-vík. Miðstöðin opnaði árið 2000 og hefur haldið fjölda siglingaviðburða síðan. Árið 2005 var miðstöðin valin sem leikvangur fyrir siglingakeppnir á Sumarólympíuleikunum 2012.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.