Warhammer 40,000

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Warhammer 40,000 er tindátaspil frá breska leikjaframleiðandanum Games Workshop. Það gerist í vísindafantasíuheimi eftir 38.000 ár. Rick Priestley bjó leikinn til árið 1987 sem framtíðarútgáfu fantasíuleiksins Warhammer Fantasy Battle og með sömu reglum. Síðan þá hafa komið fjórar nýjar útgáfur. Leikurinn er fyrir tvo eða fleiri leikmenn. Hann er leikinn á borði sem hægt er að setja upp hvernig sem er, með litlum fígúrum úr plasti eða tinblöndu. Hluti af skemmtuninni við leikinn er módelsmíði, það er að setja fígúrurnar saman og mála þær og setja upp umhverfi á borðinu þar sem leikurinn fer fram.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]