Walther

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Walther P99

Carl Walther GmbH Sportwaffen eða Walther, er þýskt skotvopnafyrirtæki sem er yfir 100 ára gamalt og hefur búið til þekktar skammbyssur síðan þeir byrjuðu að framleiða þær, t.d. var skammbyssan hans James Bond í eldri myndunum Walther PPK (PPK) og í nýju myndunum er það Walther P99 (P99).

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirtækið var stofnað árið 1886 af Carl Walther. Upprunalega bjó fyrirtækið aðeins til riffla, þangað til elsti sonur Carl Walthers, Fritz Walther tók við fyrirtækinu og byrjaði að búa til skammbyssur, árið 1908. Árið 1929 byrjaði fyrirtækið að búa til skammbyssuna PPK, sem er skammstöfun á þýsku fyrir Polizeipistole Kriminalmodell og þýðir lögregluskammbyssa. Síðan byrjaði fyrirtækið að framleiða fleiri PPK á árinu 1931. Walther P38 (P38), framleidd 1939, var skammbyssa sem mikið var notuð af nasistum í seinni heimstyrjöldinni.

Upprunalega fyrirtækið var stofnað í litlum bæ að nafni Zella-Mehlis, en eyðilagðist í seinni heimstyrjöldinni. Árið 1953 var gert nýtt Walther fyrirtæki í Ulm, sem er borg í Þýskalandi, og árið 1993 var annað gert, í borg að nafni Arnsberg. Þegar Fritz Walther dó í desember 1966, tók sonur hans Karl-Heinz við fyrirtækinu og er enn þá núverandi stjóri þess.

Skotvopn[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir skotvopn framleidd af Walther Sportwaffen.

Skammbyssur[breyta | breyta frumkóða]

Hríðskotabyssur[breyta | breyta frumkóða]

Rifflar[breyta | breyta frumkóða]

Walther býr líka til einhverja hnífa.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]