Vopnuð átök

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vopnuð átök eru fjandsamleg átök milli hópa manna þar sem vopnum er beitt og oftast með mannfalli. Stríð eru meiriháttar vopnuð átök í kjölfar stríðsyfirlýsingar þar sem talsvert mannfall verður og er oft miðað við að 1000 manns eða fleiri falli. Átök tveggja herja í stríði kallast orrusta. Skærur eru minniháttar vopnuð átök þar sem mannfall er tiltölulega lítið.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]