Voice

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Voice 98,7 var útvarpsstöð á Akureyri. Hún fór í loftið þann 9. júní 2006 og var rekin af plusMedia ehf. Útsendingasvæði Voice var Akureyri, Dalvík og nágrenni á tíðninni fm 98,7 og 95,1.

Útvarpsstöðin lauk útsendingum sínum eftir um 4 ár í loftinu þann 31. ágúst 2010.

Meðal þekktra dagskrárgerðamanna á Voice voru: Þórhallur Miðill, Siggi Gunnars og Árni Már.