Vladímír Nabokov

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vladimir Nabokov)
Vladimir Nabokov (1973)
Stytta af Nabokov í Montreaux.

Vladimir Vladimirovich Nabokov (rússneska: Влади́мир Влади́мирович Набо́ков) (22. apríl 18992. júlí 1977) var rússnesk-bandarískur rithöfundur og þýðandi.

Nabokov fæddist í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Á heimili foreldra sinna lærði hann að tala rússnesku, frönsku og ensku, og ensku lærði hann að lesa og skrifa áður en hann nam rússnesku. Fyrstu tíu verk sín skrifaði hann aftur á móti á tungu föðurlands síns, þ.e.a.s. rússnesku. Nabokov fluttist með fjölskyldu sinni til Bretlands og var við nám við Cambridge-háskóla. Þaðan fluttist hann síðan til Berlínar, en flúði 1937 undan herdeildum Þýskalands til Parísar með konu sinni og tveimur börnum. Þaðan hélt hann til Bandaríkjanna árið 1940, og það var þar sem hann hlaut fyrst almenna viðurkenningu og frægð og var þá tekinn að skrifa á ensku. Frægasta skáldsaga hans er án efa Lolita sem út kom árið 1955.

Nabokov var einnig frægur fiðrildasafnari og lagði ýmislegt nýtt til fiðrildafræðanna. Hann var einnig höfundur margra skákþrauta.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.