Visthæf ferðamennska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Visthæf ferðamennska, náttúruferðamennska eða græn ferðamennska er sú ferðamennska sem er stunduð í náttúrulegu umhverfi, í sátt við náttúru, menningu og samfélag svæðisins sem ferðast er um. Visthæfri ferðamennsku er ætlað að vera sjálfbær, hafa lítil áhrif á umhverfið, vera fræðandi og hafa jákvæð hagræn áhrif þar sem hún er stunduð (til að mynda með að njóta þeirra innviða sem heimamaðurinn býður uppá). Visthæf ferðamennska er náttúruferðamennska, fræðandi ferðamennska, byggð upp í samvinnu við heimamenn, skipulögð fyrir litla hópa og minna háð þjónustu og uppbyggingu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.