Virðisaukaskattur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Virðisaukaskattur (VASK, VSK eða VAT fyrir enska heitið value added tax) er skattur lagður á sölu þjónustu og varnings. VASK-urinn er óbeinn skattur sökum þess að skatturinn er innheimtur af seljanda vöru eða þjónustu en ekki þeim sem borgar skattinn. Virðisaukaskatturinn er uppfinning Maurice Lauré.

Dæmi um innheimtu og álagningu virðisaukaskatts:

Verslunareigandi kaupir vöru á 50 kr. af heildsala í ríki þar sem er 10% virðisaukaskattur. Hann kaupir því vöruna á 55 kr. (50 kr. + (50 kr. x 0.1) = 55 kr.). Verslunareigandinn ætlar að fá 90 kr. fyrir vöruna og selur hana því á 99 kr. Verslunareigandinn innheimtir því 9 kr. í VASK en borgar þar af 5 kr. til heildsala. Ríkið innheimtir þá 4 kr. af verslunareigandanum. Neytandinn er aldrei rukkaður þar sem hann borgar skattinn óbeint í verði vörunar.

Virðisaukaskattur var tekinn upp á Íslandi 1. janúar 1990. Hann var lengi vel 24,5% af flestum vörum og þjónustu en í upphafi árs 2010 var hann hækkaður í 25,5%.

Til eru tvær tegundir af virðisauaskatt: innskattur og útskattur. Segjum að einhver verslunareigandi eigi matvöruverslun og kaupi mjólk hjá MS. Þá er innskattur virðisaukaskatturinn sem MS þarf að borga. Hins vegar er útskattur það sem fyrirtæki verslunaseigandans þarf að borga. Ef maður reiknar innskatt - útskatt fær maður út tölu sem heitir skil.

Ef einhver selur vöru á 1000 kr getur hann reiknað virðisaukaskattinn með einfaldri aðferð:

1000 x 0.255 = 255

Tengt efni[breyta]

Tenglar[breyta]