Vindáshlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vindáshlíð er sumarbúðir KFUK í Kjósinni, staðsett um 45 km frá Reykjavík. Þar hefur verið sumarbúðastarf fyrir stúlkur frá árinu 1947. Þar er nú rekið starf allt árið og þangað koma um 900 stúlkur á aldrinum 8-16 ára í sumarbúðir á tímabilinu júní-ágúst ár hvert. Húsakostur er góður og staðurinn státar af íþróttahúsi, og aðalmiðstöð með eldhúsi, skála og samkomusölum og loks fallegri 130 ára gamalli kirkju, Hallgrímskirkju í Kjós, sem flutt var þangað frá Saurbæ í Hvalfirði árið 1957 og endurvígð árið 1959. Kirkjan þjónar nú starfi KFUM og KFUK á Íslandi og er friðuð síðan 1991.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]