Vigfús Gíslason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vigfús Gíslason (160814. apríl 1647) var skólameistar á Hólum og í Skálholti og síðan sýslumaður í Árnes- og Rangárþingi á 17. öld.

Vigfús var sonur Gísla Hákonarsonar lögmanns í Bræðratungu og Margrétar Jónsdóttur konu hans. Hann fór ungur utan til náms, fyrst við Kaupmannahafnarháskóla og stundaði síðan nám við hollenskan háskóla. Hann kom heim tvítugur að aldri, var þá talinn með lærðustu mönnum og var þegar gerður að skólameistara á Hólum. Þar var hann tvo vetur (1628-1630) en síðan aðra tvo vetur skólameistari Skálholtsskóla. Ekki var hann vinsæll hjá skólasveinum, sem þótti hann gera of miklar námskröfur, og í Skálholti hættu einhverjir námi og komu ekki aftur fyrr en hann var farinn frá skólanum. Hann varð sýslumaður 1632 og bjó á Stórólfshvoli.

Kona hans var Katrín ríka Erlendsdóttir (161212. mars 1693), dóttir Erlendar Ásmundssonar sýslumanns og lögréttumanns á Stórólfshvoli og Salvarar Stefánsdóttur konu hans. Hún var mikill kvenskörungur og bjó lengi á Stórólfshvoli eftir lát manns síns. Á meðal barna þeirra voru Gísli Vigfússon skólameistari á Hólum og síðar bóndi á Hofi á Höfðaströnd, Jón Vigfússon eldri, sýslumaður á Stórólfshvoli og Jón Vigfússon yngri, biskup á Hólum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal". Norðanfari, 33.-34. tölublað 1882“.