Viktoría (Breska Kólumbía)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þinghúsið.
Hatley Castle.
Loftmynd.

Viktoría er höfuðborg Bresku-Kólumbíu og er staðsett á Vancouvereyju, um 100 kílómetra frá stórborgunum Vancouver og Seattle. Íbúafjöldi er rúmlega 80.000 manns. Stórborgarsvæði Victoríu hefur um 344.000 íbúa. Borgin heitir eftir Viktoríu bretadrottingu. Þar er milt, hafrænt loftslag og frýs þar sjaldan.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir árið 1700 voru margir hópar frumbyggja á svæðinu. Spánverjar og Bretar könnuðu landsvæðið þar sem Victoría er á 18. öld. Árið 1858 voru fregnir af gullfundi í Bresku Kólumbíu, fólk streymdi á svæðið og íbúafjöldi stórjókst. Victoría varð borg opinberlega árið 1862 og síðar höfuðstaður Bresku Kólumbíu.

Áhugaverðir staðir[breyta | breyta frumkóða]

Þekktar byggingar eru m.a.: Þinghúsið sem er frá 1897 og Empress hótelið sem er frá 1908. Beacon Hill Park er aðalalmenningsgarður borgarinnar. Kínahverfi borgarinnar er það næstelsta í vesturheimi á eftir San Francisco. Innri höfnin er vinsælt svæði og eru þar margir húsbátar. Ýmis söfn eru í borginni.

Innri höfnin og Empress hótelið.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Victoria, British Columbia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. okt. 2016 2016.