Vepjulilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vepjulilja
subsp. meleagris
subsp. meleagris
subsp tianshanica
subsp tianshanica
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. meleagris

Tvínefni
Fritillaria meleagris
L.

Vepjulilja (fræðiheiti: Fritillaria meleagris) er garðplöntutegund af liljuætt. Hún er lágvaxin laukplanta, 20-30 cm á hæð, með stökum, hangandi og klukkulaga blómum. Vepjuliljan er grannvaxin, stinn og spengileg með mjó blöð og allstór lútandi blóm, purpuradoppótt eða hvít eftir afbrigðum. Útbreiðslusvæði hennar er Evrópa og vesturhluti Asíu.[1]

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið Fritillaria kemur úr latneska orðinu fritillus í merkingunni teningabox, hugsanlega tilvísun í teningamynstrið á blómunum[1] þó hefur þessi útskýring verið gagnrýnd.[2] Nafnið meleagris þýðir "flekkótt eins og Guineafugl".[3]

Lýsing og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Blómið er fjólublátt til rauðfjólublátt með áberandi reitamynstri eða er stundum hreinhvítt.[3] Vepjulilja blómstrar yfirleitt í Maí og verður 15-40 sm á hæð. Laukurinn er hnapplaga, um 2 sm í ummáli, með eitruðum alkalíóðum. Hún vex í graslendi í rökum jarðvegi og árengjum upp að 800 metra hæð.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Vepjulilja er upprunnin í Evrópu og vestur Asíu en víða er hún tegund í útrýmingarhættu sem sjaldan finnst villt en er oft ræktuð í görðum. Í Króatíu er blómið þekkt sem kockavica og er tengt af sumum við þjóðartákn landsins.[4]

Svíþjóð[breyta | breyta frumkóða]

Hún er opinbert blóm Uppsalahéraðs í Svíþjóð, þar sem hún blómstrar í miklum breiðum á hverju vori á engjunum í Kungsängen, rétt við Uppsali, sem hefur gefið blóminu sænska nafn þess kungsängslilja. Hún finnst einnig í Sandemar Nature Reserve, náttúruverndarsvæði vestur af Dalarö í nágrenni við Stokkhólm.

Hún er talin hafa villst út frá ræktun í Uppsölum í kring um 1600. [2]

Stóra Bretland[breyta | breyta frumkóða]

Í Stóra Bretlandi er óeining meðal grasafræðinga um það hvort Vepjulilja sé innfædd tegund eða hafi upphaflega sloppið úr görðum. Henni var fyrst lýst á 16. öld af grasalækninum John Gerard sem aðeins þekkti hana sem garðplöntu og hún fannst fyrst villt 1736 sem bendir til að hún sé innlendur slæðingur.[5] Hinsvegar er útbreiðsla hennar takmörkuð við forn engi og breiðist ekki auðveldlega út sem gefur til kynna að hún sé upprunaleg tegund sem varð einangruð frá stofninum í Evrópu eftir síðustu ísöld.[5] Stace (2010) segir hana vafasamt innfædda.[6]

Vepjulilja var eitt sinn algeng í Bretlandi, sérstaklega í Thames dal og hluta af Wiltskíri, og var safnað í miklu magni til sölu sem afskorið blóm á blómamörkuðum í London, Oxford og Birmingham. Í seinni heimsstyrjöldinni voru flest gömlu engin plægð og lögð undir matvælaframleiðslu með tilheyrandi eyðingu búsvæðis hennar.[5] Þrátt fyrir að vera vinsæl garðplanta er hún sjaldgæf í náttúrunni, þó eru nokkur áberandi svæði sem hún finnst enn, svo sem engin við Magdalen College, Iffley Meadows,[7] Oxford og í þorpinu Duklington í Oxfordskíri,[5] sem halda "Fritillary Sunday" hátíð[8] Árið 2002 var hún valin sem héraðsblóm Oxfordskíris í kosningu "wild flora conservation charity Plantlife".[9]

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Nú er hún auðfengin sem skrautlegur vorblómstrandi laukur í garða, oft seld sem blanda af mismunandi afbrigðum. Hreinhvíta afbrigðið F. meleagris, unicolor og afbrigðið alba fengu Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.[10]

Eins og margar jurtir í liljuætt, er F. meleagris viðkvæm fyrir bjöllunni Lilioceris lilii, sem getur skaðað hana eða drepið.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Shorter Oxford English dictionary, 6th ed. United Kingdom: Oxford University Press. 2007. bls. 3804. ISBN 0199206872.
  2. http://www.thepoisongarden.co.uk/atoz/fritillaria.htm
  3. 3,0 3,1 Anon. „Gardens:Rosemoor:Fritillaria meleagris“. Royal Horticultural Society website:. Royal Horticultural Society. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 júlí 2010. Sótt 29. apríl 2011.
  4. Petrovčić G. (20. maí 2006). „Ugrožena kockavica, nacionalni simbol Hrvatske“. Vjesnik (króatíska). Sótt 8. febrúar 2011.[óvirkur tengill]
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 Mabey, Richard; Produced by Susan Marling (10. júlí 2011). „Snake's Head Fritillary“. Mabey in the Wild. Just So radio production for BBC Radio4. Sótt 29. júlí 2011.
  6. Stace, Clive (2010). New Flora of the British Isles (3rd. útgáfa). Cambridge, UK: Cambridge University Press. bls. 857. ISBN 978-0-521-70772-5.
  7. Anon. „Iffley Meadows“. Berks, Bucks & Oxon Wildlife Trust. Berks, Bucks & Oxon Wildlife Trust. Sótt 26. apríl 2015.
  8. Onon. „Fritillary Sunday“. St Bartholomew's Church. St Bartholomew's Church. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 júlí 2011. Sótt 29. júlí 2011.
  9. Plantlife website County Flowers page Geymt 30 apríl 2015 í Wayback Machine
  10. „RHS Plant Selector - Fritillaria meleagris var. unicolor subvar. alba. Sótt 20. júní 2013.[óvirkur tengill]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist