Vefrit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vefrit er ígildi tímarits á netinu. Það eru nokkur atriði sem hægt er að nota til aðgreina vefrit og blogg. Vefrit hafa marga greinahöfunda (þó eru til hópblogg), lengri greinar, reglulegri birtingar (ekki bara þegar höfundur fær innblástur) og einhvers konar ritstjórn. Blogg eru oftast hugsuð sem dagbækur á meðan vefrit er venjulega með skilgreint þema, t.d. fjallað um nýjustu fréttir eða inniheldur sértækar fræðigreinar (eins og heimspekivefritið Pathways).