Vasahnífur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjölbreytt safn vasahnífa

Vasahnífur (sjálfskeiðingur eða sjálfskeiðungur) er haft um hníf sem er með blað sem er fest með (málm)nagla við skaftið og hægt er að fella fram og leggst þá blaðið í rifu á skaftinu. Slíkir hnífar, þegar þeir eru samanfelldir, meiða ekki og því auðvelt að hafa þá í vasa sér. Vasahnífar eru mikið notaðir af veiðimönnum, hermönnum og útilegufólki. Vasahnífar hafa stundum í hálfkæringi verið nefndir skaftfellingar sökum þess að þeir falla í skaftið, en nafngiftin hefur ekkert að gera með fólk frá Skaftafelli. [heimild vantar]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.