Vallelfting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vallelfting
Equisetum pratense
Equisetum pratense
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Elftingar (Equisetopsida)
Ættbálkur: Elftingarbálkur (Equisetales)
Ætt: Elftingarætt (Equisetaceae)
Ættkvísl: Elftingar (Equisetum)
Undirættkvísl: Equisetum subg. Equisetum
Tegund:
E. pratense

Tvínefni
Equisetum pratense
Ehrh., 1784

Vallelfting (fræðiheiti: Equisetum pratense) er elfting sem vex á skuggsælum stöðum í votum jarðvegi, t.d. í mýrum og við árbakka þar sem skógur eða klettar veita skugga. Hún er með langar og mjóar greinar sem greinast út frá dökkum samskeytum á stilknum sem verður 10-50 sm á hæð.

Vallelfting inniheldur þíamínasa, hvata sem brýtur niður B1-vítamín og veldur því að hrá vallelfting getur virkað sem eitur. Þíamínasinn hverfur við suðu. Vallelfting er mikið notuð í te.

Vallelfting er algeng um allt Ísland.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.