Vöðlavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vaðlavík)
Vaðlavík

Vöðlavík (Vaðalvík) er vík norðan Reyðarfjarðar, milli Múla og Gerpis. Í Landnámu segir að Þórir hinn hávi hafi búið í víkinni, en hún hét Krossavík fram á 17. öld. Vopnfirðinga og Kristni sögur geta þess að Þorleifur Ásbjarnarson hinn kristni hafi búið í víkinni.

Til Vöðlavíkur var ruddur vegur fyrir 1940 sem síðar var lengdur til Viðfjarðar og nýttist áður en Oddsskarðsvegur var byggður. Til Vöðlavíkur eru góðar stikaðar gönguleiðir, annarsvegar fyrir Krossanes og hinsvegar yfir Karlsskálastað. Ferðafélag Fjarðamann hefur gistiskála í Víkinni.

Í desember 1993 strandaði skipið Bergvík SU í Vöðlavík. Í tilraun til þess að ná skipinu á flot strandaði björgunarskipið Goðinn í Víkinni Þann 10. janúar 1994. Einn fórst við strandið en þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði öðrum skipverjum. Um þessa atburði er fjallað í heimildarmyndinni Háski í Vöðlvík.

Úr víkinni og heiðinni, Vöðlavíkurheiði, eru tveir fjallstindar einna mest áberandi: Snæfugl og Hestshaus.