Vögguprent

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vögguprent er haft um bækur sem prentaðar voru með lausaletri fyrir árið 1501, og á Norðurlöndum fyrir 1550. Nafnið er sótt í titil skrár sem nefnist Incunabula typographiae (Vagga prentlistarinnar) og kom út 1688 og var yfirlit yfir vögguprent. Latneska nafnið incunabula (eintala: incunabulum), sem haft er um vögguprent á mörgum tunguálum, þýðir í raun reifar (sbr. reifabarn) eða vagga, en það kemur til af því að prentlistin var svo að segja „nýfædd“ þegar þær bækur (eða það prentefni) sem hér um ræðir voru prentaðar. Vögguprent hefur stundum einnig verið nefnt fornprent á íslensku.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.