Véltækni hf.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Véltækni hf. er íslenskt verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í að vélsteypa kantsteina. Fyrirtækið var stofnað þann 16. febrúar árið 1958 og hefur vélsteypt kantsteina í um þrjá áratugi. Stofnandi og fyrsti forstjóri fyrirtækisins var Pétur Jónsson en sonur hans, Kristinn Pétursson (einnig nefndur Kiddi kantur), er núverandi forstjóri. Vinsælasti kantsteinninn hjá fyrirtækinu er 15 cm járnbentur kantsteinn. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Stórhöfða 35 í Reykjavík.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.