Notandi:Bahauksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég hef dundað við Wikipediu af og til frá árínu 2007. Bæði á íslensku og ensku síðunum. Ég hef skrifað um stangaveiði, íslenskt tímatal, hátíðisdaga, trúarbrögð og íþróttir.

Mér finnst Wikipedia mikilvægt til að upplýsingar séu aðgengilegar með einföldum hætti á netinu. Ég legg áherslu á íslensk málefni því lítið gagnlegt er til um þau á netinu á erlendum tungumálum. Oft hafa skrifaðar upplýsingar á íslensku ekki ratað enn á netið, eða þær hafa ekki verið settar fram í samantekt sem er auðlesin.

Það sem er ánægjulegt við að skrifa á Wikipedia er að það hjálpar mér við að muna atburði og staðreyndir þegar heimildir eru skoðaðar. Það er gefandi að skrifa á Wiki því það hjálpar öðru fólk að nálgast upplýsingar og það bætir þjóðfélagið. Þetta er því eins konar endurmenntun og tímanum er vel varið þegar skrifað er á Wiki.