Upplýsingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bókstafurinn „i“ á bláum fleti er algengt tákn fyrir upplýsingar.

Upplýsingar eru afrakstur söfnunar, útfærslu, breytinga og skipulags gagna þannig að þau hafi áhrif á þekkingu einhvers viðtakanda. Upplýsingar eru þannig stundum sagðar vera sú merking sem maðurinn gefur gögnum og hafa með það að gera í hvaða samhengi gögnin koma fyrir, hvernig þau eru táknuð með skiljanlegum hætti, og hver merking þeirra er í huga viðtakandans. Upplýsingar eru eiginleikar boða í samskiptum.

Í upplýsingafræði eru upplýsingar skilgreindar sem staða kerfis. Magn upplýsinga sem staðan felur í sér fer eftir því hversu margar aðrar stöður kerfisins eru mögulegar. Aðferð upplýsingafræðinnar til að mæla magn upplýsinga í skilaboðum var sett fram í ritgerð Claude Shannon, „A Mathematical Theory of Communication“.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.