Upphaf allra frásagna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Upphaf allra frásagna er stuttur sögukafli í goðafræði sem skýrir frá því, þegar menn (æsir) leggja undir sig Norðurálfu, undir forystu Óðins.

Í skinnbókinni AM 764 4to, sem er talin skrifuð 1376–1386, er stuttur sögukafli (2 bls.) sem hefst á orðunum „Upphaf allra frásagna í norrænni tungu . . .“ Þar er skýrt frá því, þegar Óðinn og fylgismenn hans leggja undir sig Norðurálfu, og sagt frá niðjum hans, Skildi, Friðleifi og Friðfróða.

Fræðimenn eru sammála um að Upphaf allra frásagna sé frá Skjöldunga sögu komið. Hins vegar hefur höfundur Upphafs viðað að sér efni úr fleiri heimildum, og má rekja sumar þeirra til erlendra fræðirita, eins og Andreas Heusler benti á.

Texti Upphafs er prentaður í neðangreindri útgáfu Bjarna Guðnasonar á Danakonunga sögum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Bjarni Guðnason (útg.): Danakonunga sögur, Rvík 1982. Íslensk fornrit XXXV.