Ungmennafélagið Vísir (Suðursveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ungmennafélagið Vísir var stofnað í Suðursveit árið 1912. Fyrsti formaður félagsins var Steinþór Þórðarson frá Hala, en hann var bróðir Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Steinþór gegndi formennskunni í um 30 ár.[1] Benedikt, bróðir þeirra Þórbergs og Steinþórs, var meðal helstu hvatamanna að stofnun félagsins og var hann gerður að heiðursfélaga þess.[2] Sonur Steinþórs, Torfi Steinþórsson gegndi formennsku í Vísi um tuttugu ára skeið, frá 1946 til 1966.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Þjóðviljinn 1. desember 1962“.
  2. „Íslendingaþættir Tímans 15. maí 1968“.
  3. „Morgunblaðið 28. apríl 2001“.