Uffizi-safnið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uffizi-höllin með útsýni út að Arnófljóti

Uffizi-safnið (ítalska: Galleria degli Uffizi) er listasafn í Flórens á Ítalíu sem geymir mikið safn listaverka eftir helstu listamenn Endurreisnarinnar.

Höllin sem hýsir safnið var upphaflega teiknuð af Giorgio Vasari árið 1560 sem skrifstofubygging (þaðan kemur nafnið Uffizi, „skrifstofur“) fyrir Cosimo 1. de' Medici, erkihertoga af Toskana. Höllin hýsti stjórnsýslu hertogadæmisins. Höllin er ílöng og stendur á milli stjórnarhallarinnar, Palazzo Vecchio, og bakka Arnófljóts. Vasari teiknaði líka göng, Vasarigöngin, sem liggja frá stjórnarhöllinni, um Uffizi-höllina, meðfram ánni og yfir hana við Ponte Vecchio, eftir röð húsa hinum megin við ána þar til hún endar í hertogahöllinni Palazzo Pitti.

Síðasti erfingi Medici-ættarinnar, Anna María Lovísa de' Medici, arfleiddi borgina að listaverkasafni fjölskyldunnar með sérstökum Patto di famiglia. Árið 1765 opnaði safnið í Uffizi-höllinni. Vegna hins gríðarmikla umfangs safnsins hafa hlutar þess verið fluttir í Bargello (höggmyndir) og Fornminjasafn Flórensborgar (Museo archeologico nazionale di Firenze - fornminjar frá tímum Etrúra og Rómverja). Málverk frá 18. og 19. öld eru sýnd í Palazzo Pitti. Vasarigöngin geyma svo safn sjálfsmynda eftir ýmsa listamenn.

Dæmi um verk í Uffizi[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]