Tvívetni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af þeim samsætum vetnis sem koma fyrir í náttúrunni, einvetni, tvívetni og þrívetni.
Tvívetni.

Tvívetni (tákn 2H eða D) einnig kallað þungt vetni eða þungavetni er stöðug samsæta af vetni (H)[1] sem hefur eina rafeind og eina róteind og eina nifteind í kjarnanum[2] og hefur massatöluna 2 þar sem massatala er samanlagður fjöldi róteinda og nifteinda í kjarnanum og er nær tvöfalt þyngra en venjulegt vetni.[3]

Tvívetni er næstalgengasta samsæta vetnis en um 0,022% af öllu vetni er tvívetni,[2] algegnasta gerð vetnis er hins vegar einvetni (1H) sem hefur enga nifteind- aðeins eina rafeind og eina róteind. Þriðja algengasta tegund vetnis er svo geislavirka samsætan þrívetni (3H eða T) sem hefur eina rafeind, eina róteind og tvær nifteindir.[4]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. notendur.hi.is/~thg29/Kjarnasamrunaofnar.pdf
  2. 2,0 2,1 „Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?“. Vísindavefurinn.
  3. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. október 2015. Sótt 28. febrúar 2010.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. janúar 2012. Sótt 28. febrúar 2010.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]