Tunglfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tunglfiskur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Fastkjálkar (Tetraodontiformes)
Ætt: Tunglfiskar (Molidae)
Ættkvísl: Mola
Tegund:
M. mola

Tvínefni
Mola mola
Linnaeus, 1758

Tunglfiskur (fræðiheiti: Mola mola) er þyngsti beinfiskur jarðar, og getur verið yfir tvö tonn að þyngd og rúmir þrír metrar að lengd. Meðalþyngd er um eitt tonn og meðallengd tæpir tveir metrar. Þá er aðallega að finna í hlýjum sjó.

Þeir nærast einkum á marglyttum, smokkfiskum, krabbadýrum og minni fiskum. Munnur þeirra er líkur goggi sem gerir þeim kleift að brjóta harða skel krabbadýranna.

Tunglfiskar eru eitraðir og hefur sala á þeim verið bönnuð í Evrópulöndum með tilskipun frá 1991[1].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tilskipun ráðsins frá 22. júlí 1991 um hollustuhætti við framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða (91/493/EBE) Sjá skjal Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi VILLA, stubbur ekki tilgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.