Tregða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tregða í eðlisfræði kallast þol eða andóf hluta gegn breytingu í hreyfingu, hvort sem um er að ræða breytingu á hraða eða stefnu. Tregða er eitt af grundvallar hugtökum sígildrar eðlisfræði eins og hún er skilgreind í 1. lögmáli Newtons, sem segir að hreyfing hlutar haldist óbreytt að því gefnu að á hann verki engir ytri kraftar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]