Trínidad og Tóbagó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Republic of Trinidad and Tobago
Fáni Trínidad og Tóbagó Skjaldarmerki Trínidad og Tóbagó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Together we aspire, together we achieve
Þjóðsöngur:
Forged From The Love of Liberty
Staðsetning Trínidad og Tóbagó
Höfuðborg Port of Spain
Opinbert tungumál Enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Paula-Mae Weekes
Forsætisráðherra Keith Rowley
Sjálfstæði
 • frá Bretlandi 31. ágúst 1962 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
165. sæti
5.131 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar
152. sæti
1.353.895
254/km²
VLF (KMJ) áætl. 2017
 • Samtals 44,654 millj. dala (110. sæti)
 • Á mann 32.520 dalir (36. sæti)
Gjaldmiðill Trínidad- og tóbagódalur
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .tt
Landsnúmer +1-868

Trínidad og Tóbagó er eyríki í Karíbahafi, rétt undan norðurströnd Venesúela. Ríkið heitir eftir tveimur stærstu eyjunum, Trínidad og Tóbagó, en eyjaklasanum tilheyra um 21 minni eyjar. Eyjarnar eru sunnan við Grenada sem er hluti af Kulborðseyjum í Litlu-Antillaeyjaklasanum og eru stundum taldar með þeim. Landhelgi eyjanna mætir meðal annars landhelgi Gvæjana, Venesúela og Barbados. Trínidad er stærsta og fjölmennasta eyjan í eyjaklasanum.

Indíánar frá Suður-Ameríku námu land á eyjunum fyrir að minnsta kosti sjö þúsund árum. Þær urðu spænsk nýlenda eftir heimsókn Kólumbusar 1498 og landnám Spánverja hófst eftir 1530. Á 18. öld byggðust eyjarnar fólki alls staðar að frá Evrópu, Afríku og öðrum Karíbahafseyjum. Bretar hertóku eyjarnar í Napóleonsstríðunum 1797 og juku innflutning þræla. Þrælahald var afnumið 1838. Eftir efnahagsuppgang vegna olíuvinnslu á 6. áratugnum urðu eyjarnar hluti af Vestur-Indíasambandinu 1958 en fengu sjálfstæði 1962. Landið varð lýðveldi innan Breska samveldisins 1976.

Árið 2017 var verg landsframleiðsla á mann á Trínidad og Tóbagó (með kaupmáttarjöfnuði) sú þriðja hæsta í Ameríku, á eftir Bandaríkjunum og Kanada. Heimsbankinn skilgreinir landið sem hátekjuland. Ólíkt öðrum enskumælandi Karíbahafslöndum byggist efnahagur Trínidad og Tóbagó á iðnaði, aðallega framleiðslu eldsneytis og annarra olíuafurða. Landið býr yfir miklum olíu- og jarðgaslindum.

Trínidad og Tóbagó er þekkt fyrir fræga kjötkveðjuhátíð og fyrir að vera upprunaland stálpönnunar, limbódans og tónlistarstefnanna kalypsó og sóka.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Sagnfræðingurinn Edward Lanzer Joseph hélt því fram að nafn Trínidad meðal indíána hefði verið Cairi sem hann þýddi sem „land kólibrífuglanna“ en síðari höfundar hafa bent á að kairi þýði einfaldlega „eyja“. Tóbagó var kölluð Aloubaéra (svartkuðungur) eða Urupaina (stór snigill), hugsanlega vegna lögunar sinnar. Kristófer Kólumbus kallaði Trínidad Isla de la Trinidad („Þrenningareyju“). Hann nefndi Tóbagó Bellaforma en tók ekki land þar. Hugsanlega dregur eyjan nafn sitt af spænska orðinu yfir tóbak vegna lögunar sinnar.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Trínidad og Tóbagó skiptist í 14 bæjarstjórnir (corporations):

Bæjarstjórn Stærð
(km²)
Íbúar
(2011)
Íbúar/km² Bæjarkjarnar
Port of Spain City Corporation 12 37.074 3.090 Port of Spain
San Fernando City Corporation 19 48.838 2.570 San Fernando, Marabella
Chaguanas Borough Corporation 59 83.516 1.416 Chaguanas, Cunupia, Endeavor, Felicity, Montrose
Arima Borough Corporation 12 33.606 2.801 Arima, Malabar
Point Fortin Borough Corporation 25 20.235 809 Point Fortin, Guapo, Techier
Couva-Tabaquite-Talparo Regional Corporation 723 178.410 247 Couva, Claxton Bay, Tabaquite
Diego Martin Regional Corporation 126 102.957 817 Carenage, Diego Martin, Maraval, Westmoorings
Penal-Debe Regional Corporation 246 89.392 363 Penal, Debe
Princes Town Regional Corporation 620 102.375 165 Moruga, Princes Town
Rio Claro-Mayaro Regional Corporation 814 35.650 44 Mayaro, Rio Claro, Guayaguayare
San Juan-Laventille Regional Corporation 239 157.258 658 Barataria, Laventille, Morvant, St. Joseph, San Juan
Sangre Grande Regional Corporation 927 75.766 82 Guaico, Sangre Grande, Toco, Valencia
Siparia Regional Corporation 495 86.949 176 Cedros, Fyzabad, La Brea, Santa Flora, Siparia
Tunapuna-Piarco Regional Corporation 510 215.119 422 Arouca, Curepe, Piarco, St. Augustine, Trincity, Tunapuna
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.