Tilbúið tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilbúið tungumál, stundum nefnd gervimál, eru tungumál gert af einum eða að minnsta kosti fáum mönnum til ýmist sinnar ánægju og yndisauka, til þess að skrifa skilaboð á sem eru aðeins tileinkuð ákveðnum aðilum eða með það að markmiði að einfalda alþjóðleg samskipti. Dæmi um síðastnefnd tungumál eru esperanto, novial, ido, volapük, lojban og interlingua. Þau fyrstnefndu eru oft gerð til þess að liðka um frásagnarform eða skapa raunverulegari umgjörð fyrir ákveðna tilbúna heima. Almea Marks Rosenfelders og Miðgarður (e. Middle Earth) J.R.R. Tolkiens eru dæmi um slíka heima. Í þeim eru ótal tungumál með sögu, málfræði, ritmál, talendur og óregluleika. Sum tungumál, eins og málið sem kemur fyrir í Voynich-handritinu, eða Enochíska, tungumál John Dee, virðast þó til komin með það í huga að dylja merkingu skilaboða eða texta, þó án þess að nota dulmál.

Nokkur tilbúin tungumál[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]