Thomas Fairfax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thomas Fairfax á málverki eftir Robert Walker

Thomas Fairfax, 3. lávarður af Cameron (17. janúar 161212. nóvember 1671) var herforingi í breska þinghernum í Ensku borgarastyrjöldinni. Hann þótti hæfur foringi og vann mikilvæga sigra á her konungssina í Jórvíkurskíri. Sem stjórnmálaleiðtogi þurfti hann að víkja fyrir undirmanni sínum, Oliver Cromwell, og róttækari armi hersins. Hann var skipaður einn af dómurum yfir Karli 1. en neitaði svo frekari þátttöku þegar honum varð ljóst að það átti að dæma konunginn til dauða. Hann var kosinn á Afgangsþingið og hélt stöðu sinni sem yfirhershöfðingi, en þegar ríkisráðið ákvað að senda her gegn Skotum sem höfðu hyllt Karl 2. sem konung sagði Fairfax af sér og Cromwell var skipaður eftirmaður hans. Fairfax var áfram þingmaður og átti þátt í endurreisn konungdæmisins 1660 og fór fyrir nefndinni sem hvatti Karl 2. til að taka við völdum í Englandi. Meðal annars þess vegna var honum hlíft í hefndaraðgerðum konungssinna.