TD Garden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
TD Garden

TD Garden er heimavöllur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta og Boston Bruins í NHL-deildinni í íshokkí. Höllin sem skýrð er í höfuðið á styrktaraðila sínum TD Bank var opnuð árið 1995. Höllin hét TD Banknorth Garden á árunum 2005-2009 en nafninu var breytt yfir í TD Garden 16. júlí 2009. Upp í rjáfum hanga 21 númer frá Boston Celtics.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]