Syðra-Hvarf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Syðrahvarf)
Syðrahvarf í Skíðadal, Hvarfsfjall í bak

Syðra-Hvarf er bær í Skíðadal og tilheyrir Dalvíkurbyggð. Hann er austan Skíðadalsár nálægt dalamótum við Svarfaðardal og um 12 km frá Dalvík. Ofan bæjarins er Hvarfsfjall og utan hans er Hvarfið svokallaða, stórt berghlaup sem fallið hefur úr Hvarfsfjalli. Berghlaupshólarnir loka mynni Skíðadals. Bærinn Ytra-Hvarf er utan hólanna. Bærinn Dæli er gegnt Syðra-Hvarfi handan árinnar og þar rís hið mikla fjall Stóllinn til himins en hann aðskilur Skíðadal og innri hluta Svarfaðardals.