Svarthöfðasauðfé

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ær af svarthöfðakyni

Svarthöfðasauðfé eða svarthöfðafé (e. Scottish blackface) er sérstakt sauðfjárkyn upprunalega ræktað í Skotlandi. Svarthöfðasauðfé er smávaxið með hvítan búk en svart höfuð og fætur. Bæði kynin eru hyrnd og ull þess er með langt tog.

Svarthöfðasauðfé var flutt til Íslands eftir 1940 til kynbóta, en það hvarf úr stofninum við fjárskiptin 1951-1954. Var kynið meðal annars notað í blendingsrækt að Hesti í Borgarfirði.

  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.