Svarta höndin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 20

Svarta höndin er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Feneyjar eru ferðamannaborg, en Bob Moran þarf ekki annað en leggja leið sína þangað, til þess að allt andrúmsloftið verði miður friðsamlegt. Það er og heldur engin hvíld í því að hjálpa munaðarleysingja til þess að ná arfi forfeðra sinn. einkum þó þegar Svarta höndin vill hafa þar hönd í bagga. Bob heyr harða baráttu við foringja og handlangara þessara glæpasamkundu, og leikurinn berst um alla borgina, hin fögru lón, eftir fjallvegum, sem liggja til Arnarkastalans. Í þetta skipti á hetja vor samt við of mikinn liðsmun að etja, en það verður einmitt til þess, að honum tekst að sigra að lokum.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Bill Balantine, Sabrína Alferi, Jósef Salizo, Aristide Clairembart, Salvatore Marziano, Manrico Busso, Marvini prófessor, Beppo

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

París, Frakkland - Feneyjar, San Giuliano,Feneyjafjöll, Ítalía

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Svarta höndin
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Echec à la Main Noire
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1957
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1970