Sumarólympíuleikarnir 1912

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sumarólympíuleikarnir 1912 voru haldnir í Stokkhólmi í Svíþjóð 5. maí til 22. júlí.

Keppnisgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í 102 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.Einstakir afreksmenn[breyta | breyta frumkóða]

Frá úrslitaleik Dana og Breta í knattspyrnukeppni leikanna, sem lauk með sigri þeirra síðarnefndu.
Jim Thorpe á Ólympíuleikunum 1912.

Bandaríkjamaðurinn Jim Thorpe (réttu nafni Jacobus Fransiscus Thorpe) sigraði í fimmþraut og tugþraut, sem keppt var í í fyrsta sinn. Thorpe, sem var hálfur indíáni, þótti geysifjölhæfur íþróttamaður og keppti m.a. í hafnarbolta, körfuknattleik og ruðningi á löngum ferli. Hann var eftirlæti áhorfenda meðan á Ólympíuleikunum stóð, en að þeim loknum var hann sviptur verðlaunum fyrir brot á áhugamannareglum. Alþjóðaólympíunefndin sneri þeirri ákvörðun við mörgum áratugum síðar.

Matt McGrath frá New York sigraði auðveldlega í sleggjukasti. Hið stysta af sex köstum hans var lengra en lengstu köst næstu manna. Ólympíumet hans á leikunum var ekki slegið fyrr en í Berlín 1936.

Finninn Hannes Kolehmainen vann til þriggja verðlauna í hlaupakeppninni: í 5.000 metra hlaupi, 10.000 metra hlaupi og víðavangshlaupi. Hann varð þar með fyrstur í röð finnskra hlaupagarpa sem einokuðu nánast langhlaupin á næstu árum.

Suður-Afríkubúinn Kenneth McArthur varð hlutskarpastur í Maraþonhlaupinu. Það varpaði skugga á hlaupið að portúgalskur keppandi lést í miðri keppni að völdum hjartaáfalls. Var það fyrsti íþróttamaðurinn til að deyja á Ólympíuleikum.

Konur tóku í fyrsta sinn þátt í sundkeppni leikanna. Fanny Durack sem keppti undir merkjum Ástralasíu sigraði í einstaklingskeppninni. Hún var öflugasta sundkona heims á seinni hluta annars áratugarins og handhafi flestra heimsmeta.

Keppt var nútímafimmtarþraut í fyrsta skipti, en greinin var hugarfóstur Pierre de Coubertin leiðtoga Ólympíuhreyfingarinnar. Svíar höfðu mikla yfirburði og röðuðu sér í átta af tíu efstu sætunum. Um miðjan hóp keppenda lenti Bandaríkjamaðurinn George S. Patton, sem síðar varð einn kunnasti herstjórnandi tuttugustu aldar.

Þátttaka Íslendinga á leikunum[breyta | breyta frumkóða]

Þegar leið að Ólympíuleikunum í Stokkhólmi, vaknaði áhugi íslenskra glímumanna að endurtaka leikinn frá Lundúnaleikunum fjórum árum fyrr. Sigurjón Pétursson, kenndur við Álafoss var helstur forystumaður íslenskra glímukappa. Íþróttasamband Íslands var stofnað í ársbyrjun 1912, ekki hvað síst til að geta sótt um þátttökurétt á leikunum.

Sendir voru sjö glímumenn til keppni, en glíma var formlega viðurkennt sem önnur af tveimur sýningargreinum leikanna, en þetta var í fyrsta sinn sem boðið var upp á formlegar sýningargreinar. Keppt var um sérstakan verðlaunagrip og stóðu vonir til að glíma yrði fastur liður á dagskrá leikanna í framtíðinni. Formaður og gjaldkeri hópsins var Hallgrímur Benediktsson

Auk þess að keppa í íslenskri glímu tók Sigurjón Pétursson þátt í grísk-rómverskri glímu. Áttundi Íslendingurinn í hópnum, Jón Halldórsson, tók þátt í 200 metra hlaupi en komst ekki áfram úr sínum riðli.

Verðlaunaskipting eftir löndum[breyta | breyta frumkóða]

Nr. Land Gull Silfur Brons Samtals
1 Fáni Bandaríkjanna Bandaríkin 25 19 19 63
2 Fáni Sviþjóðar Svíþjóð 24 24 17 65
3 Fáni Bretlands Bretland 10 15 16 41
4 Flag of Russia.svg Finnland 9 8 9 26
5 Fáni Frakklands Frakkland 7 4 3 14
6 Flag of the German Empire.svg Þýskaland 5 13 7 25
7 Red Ensign of South Africa 1912-1928.svg Suður-Afríka 4 2 0 6
8 Fáni Noregs Noregur 4 1 4 9
9 Canadian Red Ensign 1868-1921.svg Kanada 3 2 3 8
9 Flag of Hungary (1867-1918).svg Ungverjaland 3 2 3 8
11 Flag of Italy (1861-1946).svg Ítalía 3 1 2 6
12 Flag of Australasian team for Olympic games.svg Ástralasía 2 2 3 7
13 Fáni Belgíu Belgía 2 1 3 6
14 Fáni Danmerkur Danmörk 1 6 5 12
15 Flag of Greece (1822-1978).svg Grikkland 1 0 1 2
16 Fáni Rússlands Rússland 0 2 3 5
17 Flag of the Habsburg Monarchy.svg Austurríki 0 2 2 4
18 Flag of the Netherlands.svg Holland 0 0 3 3
Alls 103 104 103 310
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist