Stuttur Frakki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stuttur Frakki (kvikmynd))
Stuttur Frakki
LeikstjóriGísli Snær Erlingsson
HandritshöfundurFriðrik Erlingsson
FramleiðandiKristinn Þórðarson
Arni Þór Þórhallsson
Art film
Leikarar
Frumsýning1993
Lengd95 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkLeyfð

Stuttur Frakki (enskur titill Behind Schedule) er fyrsta kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar í fullri lengd, og var gerð 1992. Hún segir í stuttu máli frá Rúnari (Hjálmar Hjálmarsson) sem ætlar að halda stórtónleika í Laugardalshöllinni með mörgum af helstu hljómsveitum Íslands. Hann hefur fengið André (Jean Philippe-Labadie), fulltrúa tónlistarútgefanda frá Frakklandi, til Íslands og í því skyni að velja bestu hljómsveitina. Hjólin fara þó að snúast þegar André villist í Reykjavík og Rúnar virðist ekki geta haft upp á honum fyrir tónleikana. Friðrik Erlingsson, handritshöfundur myndarinnar, hefur sagt að hann hafi upphaflega ætlað að gera heimildarmynd um tónlistina á Íslandi sem átti að verða einhverskonar framhald á heimildarmyndarinni Rokk í Reykjavík. Hann hafi þó fljótlega hætt við og ákveðið að gera leikna kvikmynd í staðinn. Titill myndarinnar er orðaleikur, þar sem hann getur hvortveggja þýtt að André sé stuttur maður sem kemur frá Frakklandi og hins vegar stutta yfirhöfn (þ.e.a.s. frakka).

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.